Leit af samtali

Til að leita af samtali getur nýtt þér leitarstikuna sem birtist í vinstri stiku þar sem listi yfir samtölin birtast, en þar getur þú leitað eftir: Auðkenni deildar, Auðkenni þjónustufulltrúa, heiti samtals t.d. titil, auðkenni samtals, innihaldstexta skilaboða, heiti viðhengja, fornafni, eftirnafni og netfangi.


 


Sniðmát texta


Ef þú vilt breyta textanum sem á að senda, getur þú gert eftirfarandi til að framkvæma ákveðna uppsetningu textans.

 • Til að gera textan feitletraðan gerir þú það með því að umvefja texta, eða orð með stjörnu (*) t.d: *orð eða setning sem á að feitletra*.
 • Til að gera skáletraðan texta getur þú gert það með því að umvefja textan, eða orð með undirstriki (_) t.d: _orð eða setning sem á að feitletra_.
 • Til að strika yfir textan getur þú gert það með að umvefja textan eða orð með (~) t.d.: ~orð eða setning sem á að yfirstrika~.
 • Til að senda einnar-línu-kóða getur þú gert það með að umvefja textan eða orð með (`) t.d.: `orð eða setning sem á að birta sem einnar línu kóða`.

Að öryggisástæðum er ekki hægt að nýta HTML kóða í samtölum, né JavaScript (JS)  eða önnur sambærileg tungumál. En hægt er að nota kóða sem byggðir eru á HTML í fyrirframgerðum textum sem hægt er að kalla í með tilkallsmerki eins og #kallaískilaboðsemeruþegartil.


 


 


Köll í heiti notanda og þjónustufulltrúa


Þú getur sótt heiti eða nöfn þjónustufulltrúa sem og notanda samtala með því að nýta köllunarreiti.

{user_name} - kallar í fullt nafn notanda.  
             
{user_email} - kallar í netfang notanda.             

{agent_name} - Kallar í fullt nafn þjónustufulltrúa.             

{agent_email} - Kallar í netfang þjónustufulltrúa.

Hægt er að nota þessi tilköll bæði í samtölum, sem á skilaboðum sem eru fyrrgerð, (e.Pre-made).


 


Sérstök skilaboð


Sérstök skilaboð eru skilaboð sem má nýta með gagnvirkum eiginleikum eins og hnöppum, fellilistanum eða inntökum. Þeir gera þjónustufulltrúa kleift að biðja um upplýsingar frá notandanum í gegnum skráningarform notenda eða sýna gagnvirkt efni. Sérstök skilaboð er hægt að setja inn sem skilaboð með stuttkóða. Stuttkóða má nýta með ýmsum breytum eins og titil og lýsingu. Tilbúinn sérstök skilaboð eru skráð hér að neðan.

Hvernig virkar þetta?

1. Stofna og senda skilaboð.           

image.png           
Þú getur stofnað margar tegundir af sérstökum samtölum, hér er t.d. ein útfærsla ef það á að velja þjónustuleið, og þú getur sett upp textan og svör upp að eigin vild.
2. Útlit skilaboða með kóða.           

image-3.png           
Þegar notandi fær skilaboðin fær hann skilaboðin svona útlítandi, og getur valið þá aðgarð sem hann kýs svo að nýta.
3. Sjálfvirkt svar þegar aðgerð er valin           

image-4.png           

Að lokum þegar þjónusta hefur verið valinn fær notandi skilaboð þess efnis að hann hafi valið þjónustu, og hvaða þjónusta var valinn.

Hér má sá fjölda skilaboða sem hægt er að nýta eins og dæmið hér fyrir ofan.           

 

NafnSkilaboðLýsing
Spjöld[card image="URL" header="TITLL" description="Lorem ipsum dolor sit amete" link="URL" link-text="Kaiða" extra="1.599 kr" target="_blank"]Spjöld sem hægt er að nýta til aðgerða, sem innihalda mynd, lýsingu, tengil og fleira.
Hnappar[buttons options="A,B,C"]Listi af hnöppum
Valmynd[select options="A,B,C"]Valmynd í fellilista
Reitir[inputs values="A,B,C" button="Senda"]Listi yfir reiti sem eru útfyllanlegir.
Netfang[email name="true" last-name="true" phone="true" phone-required="false" placeholder=""]Form til að sæka netfang, og símanúmer notandans. Allir eiginleikar eru valfrjálsir. Bættu við required-messaging-apps="true" til það að skilyðrum að notandinn gefi upp netfang og símanúmer.
Skráning[registration]Skráningarform notanda. (Nýskráning)
Opnunartími[timetable]Birtir opnunartíma skv. stilltum opnunartíma í kerfinu.
Greinar[articles link="https://akita.is/prufu-grein"]Greinar með möguleika á leitarvél í greinum. Tengillinn er notaður sem varaskilaboð fyrir Facebook Messenger, WhatsApp, og Telegram skilaboð.
Einkanir[rating label-positive="Hjálplegt" label-negative="Ekki hjálplegt" label="Gefa einkunn" success-negative=""]Form fyrir einkunn þjónustufulltrúa. Til að láta kóðan virka á WhatsApp, Messenger, Telegram þarftu að nota Dialogflow og snjallemnnið, og búa til nýjan tilgang með einkunn sem inntakssamhengi sem passar við, lista yfir algengustu skilaboð notandans fyrir jákvæða einkunn sem má nýta til þjálfunar, t.d. þjálfun setninga (t.d. gott, jákvætt) og { "rating": 1, "force-message": true } sem sérsniðið svar. Fyrir neikvæða einkunn búðu til nýjan tilgang með sama samhengi en skiptu út þjálfunarsetningum og sérsniðninni uppsetningu í { "rating": -1, "force-message": true }. Stuttkóði verður einnig að innihalda titil eða skilaboð.
Listi[list values="A,B,C"]Listi yfir texta
Tvöfaldur listi[list values="A:X,B:Y,C:Z"]Listi sem ber tvöfaldan texta, t.d. titil og texta.
Listi með mynd[list-image values="URL:A,URL:B,URL:C"]Listi sem ber titil og mynd
Tafla[table header="A,B,C" values="A:B:C,A:B:C,A:B:C"]Tafla sem hægt er að nýta í ýmsum tilgangi.
Takki[button link="https://akita.is/svarbox" name="Smelltu hér" target="_blank" style="link"]Birta tengil eða opna grein. Taggið target="_blank" er valfrjálst og opnar tengilinn í nýjum flipa. Taggið style="link" er valfrjálst og breytir hönnun tengils. Til að opna grein með því að smella á tengilinn verður að vera #auðkenni-greinar, skiptu um auðkenni fyrir grein sem á að nýta.
Myndband[video type="youtube" id="ID-AUDKENNI" height="350"]Birtu YouTube eða Vimeo myndband. Auðkenni (e.ID) getur verið Youtube eða Vimeo þú færð auðkennið úr vefslóð myndbandsins sem er oftast aftast í slóð myndbandsins, þú getur einnig valið að setja hæð sem notar px sem gildi, en það er valfrjálst. Taggið type segir til hvort þú sért að birta myndband frá Viemo eða YouTube.
Mynd[image url="https://akita.is/svarbox/heiti-myndar.png"]Birtir mynd sem verður sýnileg í samtalinu.
Deila[share fb="https://akita.is/" tw="https://akita.is/" li="https://akita.is/" pi="https://akita.is/" wa="https://akita.is/"]Deildu tenglum á samfélagsmiðlum, nýttu þér stuttheiti samfélagsmiðla til að deila á eftirfarandi miðlum. En þú getur nýtt þér fb fyrir Facebook, tw fyrir Twitter, pi fyrir Pinterest, og wa fyrir Whatsapp.


Breytur sem að sérstök stilaboð styðja (e.Parameters)

BreytaLýsing
id="123"Auðkenni skiolaboða. (Einnig nýtt til að vista gögn í JSON)
title="ABC"Titill skilaboða.
message="ABC"Skilaboð sem birtast undir titli.
success="ABC"Skilaboð sem birtast þegar aðgerð tókst.
settings="ABC"Aðrar stillingar sem hægt er að nýta á sérstök skilaboð.


Svörun sérstakra skilaboða    

Þegar notandi hefur lokið við að svara sérstökum skilaboðum verða svör vistuð í JSON í gagnagrunni. Til dæmis:  

{"rich-messages":{"4Voyu":{"type":"email","result":{"email":["example@gmail.com","Your email ..."]}}}}


Sérsniðin sérstök skilaboð

Þú getur útbúið þín sérstöku skilaboð með því að fara í Stillingar → Ýmislegt. Sérstkalega útbúinn sérstök skilaboð eru sjálfstæð og hafa ekki neinar aðgerðir aðgengilegar gagnvart öðrum eins og tilkall með stuttkóða, hinsvegar er stuðningur við HTML.  

HTML kóðar    

Þegar sérstök skilaboð eru útbúinn getur þú nýtt þér eftirfarandi HTML kóða:

KóðiLýsing
<a href="https://www.google.com" target="_blank" class="sb-rich-btn sb-btn">Smelltu hér</a>Hlekkur með útlit sem takka.
<a href="https://www.google.com" target="_blank" class="sb-rich-btn sb-btn-text">Smelltu hér</a>Hlekkur/Tengill.
<div class="sb-image"><img src="https://via.placeholder.com/1500x600" class="sb-image" /></div>Mynd sem stækkar þegar smellt er á mynd.

 


Viðhengi


Eftirfarandi viðhengi eru með stuðning hjá Svarbox: .jpg, .jpeg, .png, pdf. (Zip skrár eru ekki leyfðar nema með undantekningum, og mælum við með gagntólum eins og WeTransfer eða WeSendit til að miðla þjöppuðum skrám.)

 


Umsýsla notanda


Þú getur haft umsjón með notendum á umsjónarborði notanda á Svarbox sem er aðgengilegt í vinstri valmynd vefsins.  

Leit af notanda.   

Þú getur leitað af notanda með því að slá inn fornafn, eftirnafn, netfang, eða sérsniðin útfylltan reit.  

Eyða notanda.   

Þú getur eytt notanda með því að opna Breyta notanda og þar neðst getur þú smellt á Eyða. Til að eyða fleiri en einum notanda, veldu þá notendur sem á að eyða úr listanum og veldu Eyða hnappinn efst í hægra horni vefsins.

 • Þegar notanda er eytt verður öllum samtölum, og skilaboðum þeirra einnig eytt og er sú aðgerð óafturkræf.
 • Ef notanda er eytt og notandi heimsækir vefsvæðið aftur er nýr notandi stofnaður sjálfkrafa.
 • Gestum sem ekki hefja samtal er eytt sjálfkrafa eftir 24 klst.

Viðbættir reitir fyrir notendur.  

Til að birta viðbótarreiti fyrir notendur getur þú farið í Stillingar → Stjórnandi - Notandatafla og bætt við þeim reitum sem á að bæta við. Efnisinntak á reitnum er stuttheiti hans eða viðbótarupplýsingar sem þú vilt birta. Stuttheitið er skrifað í lágstöfum og er stafabilum skipt út fyrir bandstrik -. Sem dæmi: Hvaða ár ert þú fæddur myndi þá verða hvada-ar-ert-þu-fæddur.  

Tegund notanda

TegundLýsing
NotandiNotandi er hver sem er sem hefur skráð netfang.
LeiðariLeiðari er notandi sem hefur engar upplýsingar skráðar um sig, og hefur stofnað eitt eða fleiri samtöl.
GesturGestur er hvaða notandi sem hefur ekki stofnað samtal. ATH: Öllum gestum er eytt sjálfkrafa á hverjum 24 klst.


Þjónustufulltrúar

Hafðu umsjón með þjónustufulltrúum frá umsýsluborði notanda sem er hægt að finna í vinstri valmynd vefsins. Þjónustufulltrúi er notandi sem getur innskráð sig á stjórnborðið og tekið á móti samtölum og haft samskipti við utanaðkomandi gesti, notendur og skjólstæðinga vefsins. Það eru tvær gerðir af þjónustufulltrúum. Stjórnandi er sá sem getur stofnað nýja þjónustufulltrúa; þeir hafa einnig rétt til að komast í allar aðgerðir stillinga fyrir kerfið. Þjónustufulltrúi getur aðeins haft umsýslu með notendum og samtölum.

Upplýsingar

 • Nýr notandi er sjálfkrafa birtur í notandatöflunni í rauntíma.
 • Til að sjá tengda notendur, og fá tilkynningar um notendur sem eru að tengjast getur þú farið í Stillingar → Notendur → Skrá alla notendur.
 • Til að fá tilkynningar getur þú virkjað “Pusher” en þú virkjar það í Stillingar → Ýmislegt → Pusher. (Pusher.com er viðbótarþjónusta sem virkjar tilkynningar, sjálfgefnar stillingar notast við innbyggðar stillingar á vegum Svarbox, þessi stilling er því valfrjáls.)
 • Skráningarformið er aðeins birt ef lykilorðareiturinn er birtur í skráningarformi.
 • Ef stillingin um að leyfa skráningu á tvölföldu netfangi og símanúmer undir Stillingar → Notendur → Leyfa fleiri en eina skráningu af netfangi og síma og notandi slær inn þegar skráð netfang verður nýr notandi til og fjarlægir netfangið af þeim eldri. Nýr notandi sem hefur verið stofnaður hefur ekki aðgang að eldri samtölum. Þú getur einnig innskráð notendur með því að nýta þér breytur í vefslóð.