Skrifað þann: nóv 08, 2022 - 35 skoðanir

Nýr vefur Akita

Nýr vefur Akita.is lítur dagsins ljós, en markmið vefsins er að sameina þjónustu sem fyrirtækið veitir undir einu og sömu vefsíðuna.

Við bætum og breytum vörumerki félagsins ásamt breytingu á vörumerkjum þjónustunnar.
Svarbox vörumerkið verður Gult á lit, en áður var það appelsínugult og skært.
Teljari vörumerkið verður Blátt á lit, en áður var það grænt og skært.
Varði vörumerkið verður Sæblátt á lit, en áður var það rautt og skært.

Sjálft Akita merkið er svo nýtt þar sem ekkert vörumerki Akita hefur verið til staðar þar sem þjónustan hefur verið rekin alla tíð frá því að Akita ehf eignaðist Teljara.is og Svarbox.is og því tímabært að færa allt undir einn hatt, og undir eina og sama vörumerkið.

Vefurinn er gerður Í Laravel, eins og flest okkar kerfi, og hefur þá ótakmörkuði eiginleika að auðvelt er að vinna með og þróa kerfið að vild líkt og með þeim kerfum sem við bjóðum okkar þjónustu í, enda hefur það sýnt sig marg oft að auðvelt er fyrir okkur að bregaðst við fyrirspurnum viðskiptavina okkar og bæta við eiginleikum í kerfin á mjög svo skömmum tíma.

Vefurinn mun nú sameina allar okkar þjónustur undir Akita.is, og á það við um þjóustu Svarbox.is, Teljari.is, og Vardi.is. og flytjast öll þau lén á aðalslóð félagsins akita.is/þjónustuheiti.

Við vinnum nú að flutningi þekkingarbrunns okkar sem er aðgengilegur viðskiptavinum og verður brunnurinn færður undir hjálparsíðu hér efst í valmynd vefsins undir Hjálp, þar verður hægt að sækja svör við ýmsum spurningum á einum og sama staðnum fyrir allar okkar vörur og þjónustur.

Þessar breytingar munu ekki hafa nein áhrif á þjónustuþætti Akita og haldast þær óbreyttar og óraskaðar.

Einnig mun Akita á næstu dögum kynna nýja þjónustu sem verður aðgengileg von bráðar.